*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 22. júlí 2020 14:00

Hjólar í SA vegna kvörtunar til FME

„Atvinnulífið hefur farið ránshendi um lífeyrissjóði landsmanna árum og áratugum saman,“ segir formaður VR.

Ritstjórn
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heldur áfram að skrifa um Samtök atvinnulífsins (SA) og eignarhaldsfélagið Lindarvatn á Facebook síðu sinni. „Nú þegar gerðar eru tilraunir til að fletta ofan af viðbjóðslegri spillingu sem ríkir í okkar samfélagi stíga þessir snillingar fram og segja að trúverðugleiki Fjármálaeftirlitsins sé undir í málinu,“ skrifar Ragnar.

SA tilkynntu í gær að að samtökin óski eftir því að Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands grípi til tafarlausra aðgerða vegna afskipta stjórnar VR af Lífeyrissjóði Verzlunarmanna. Ragnar skrifaði bréf til sinna félagsmanna í gær þar sem hann sagðist ætla að leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 

Hann virðist þó enn vera ósáttur við tilkynningu SA og telur samtökin vera að afvegaleiða umræðuna frá „spillingarmálum“ sem hann hafi skrifað um fyrr í vikunni. Þar vísar hann í fyrri stöðufærslna í vikunni þar sem hann fjallaði um eignarhaldsfélagið Lindarvatn og aðkomu stjórnarmanna SA og Icelandair að verkefninu.  

„Eitt er víst að fjölmörgum spurningum er ósvarað varðandi viðskiptin með Lindarvatn ehf. þar virðist sem alvarleg umboðssvik hafi verið framin í viðskiptum með almenningshlutafélagið Icelandair við Lindarvatn ehf. og hvaða skýringar eru á því hvert 685 milljónirnar fóru sem frúin í Hamborg gaf SUS plebbunum í snúningnum. Og hvort það sé rétt ályktað að Icelandair undir stjórn núverandi og fyrrverandi stjórnenda Icelandair og SA hafi tapað rúma 1,8 milljarða á viðskiptunum?“

„Atvinnulífið hefur farið ránshendi um lífeyrissjóði landsmanna árum og áratugum saman í skjóli eftirlitsleysis, meðvirkni verkalýðshreyfingarinnar og ítaka SA í stjórnum lífeyrisjóðanna.“

„Eitt af stóru vandamálunum er meðvirknin og aðgerðarleysi eftirlitsaðila og stjórna lífeyrissjóða í að taka á slíkum málum sem iðullega eru þögguð í kaf því þau eru svo óþægileg eða stjórnarmenn SA innan lífeyrissjóðanna beita neitunarvaldi eða framtaksleysi í að þau verði skoðuð frekar eða kærð.“

„Þegar ég fór í formannsstólinn hafði ég ákveðnar hugmyndir um spillinguna í íslensku samfélagi sem ég vissi að væri mikil. En það sem ég hef orðið vitni að í starfi mínu þessi ár er svo yfirgengilegt að erfitt er að lýsa með orðum.“ 

Að lokum skorar Ragnar á Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, um að setjast niður með sér og gera samkomulag um að hvorki SA né verkalýðshreyfingin kjósi stjórnir sjóðanna heldur verði það gert af sjóðfélögum sjálfum.

Atlaga SA gegn mér og stjórn VR, þar sem þau krefja fjármálaeftirlitið um aðgerðir, fyrir að hafa skoðun á því hvernig...

Posted by Ragnar Þór Ingólfsson on Wednesday, 22 July 2020