Skyndibitastaðurinn KFC hefur boðið upp á skemmtilega nýjung í tilefni 60 ára afmælis síns í Kanada. Nánar tiltekið hefur þessi vinsæli staður búið til kjúklingafötu sem er ljósmyndaprentari á sama tíma. Hægt er að tengja símann sinn við prentarann og prenta út myndir jafnóðum. The Verge greinir frá.

Fatan kallast minningafata, eða “memories bucket” á ensku og er tilvalin til að fanga góð augnablik á veitingastaðnum. Það getur þó ekki hvaða viðskiptavinur sem er fengið svona skemmtilega fötu, en samkvæmt Facebook síðu KFC í Kanada verður fatan einungis látin af hendi í takmörkuðu upplagi.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem KFC notar tæknina til að koma sér á framfæri. KFC í Japan, sem er einn vinsælasti jólamaturinn þar í landi, bjó til lyklaborð, mús og USB kubb með kjúklingaþema síðasta haust.

Hér má sjá myndband af nýju og athyglisverðu kjúklingafötunni.