Skyndibitastaðurinn KFC hagnaðist um 154 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 138 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

Rekstrartekjur staðarins námu 3,2 milljörðum króna árið 2018 samanborið við 3 milljarða króna árið á undan. Rekstrargjöldin á síðasta ári námu 3 milljörðum króna samanborið við 2,9 milljarða árið á undan.

Eignir skyndibitastaðarnins í lok síðasta árs námu 1,1 milljarði króna samanborið við 986 milljónum króna í lok árs 2017.

Framkvæmdastjóri KFC á Íslandi er Helgi Vilhjálmsson.