*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 26. september 2020 11:05

KFC velti 3,4 milljörðum

KFC á Íslandi hagnaðist um 92 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman frá fyrra ári er hann nam 154 milljónum.

Ritstjórn
Helgi Vilhjálmsson er framkvæmdastjóri og eigandi KFC á Íslandi.
Haraldur Guðjónsson

KFC ehf., félag utan um rekstur skyndibitakeðjunnar KFC hér á landi, hagnaðist um 92 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaðurinn nokkuð saman frá fyrra ári er hann nam 154 milljónum. Velta skyndibitakeðjunnar nam tæplega 3,4 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um rúmlega 175 milljónir frá árinu 2018.

Eignir námu ríflega 1,1 milljarði króna í árslok 2019 og eigið fé nam 802 milljónum króna. 64 milljónir voru greiddar í arð til Helga Vilhjálmssonar, eiganda félagsins, í fyrra vegna rekstrarársins 2018.

Stikkorð: KFC Helgi Vilhjálmsson uppgjör