Þýski landbúnaðarsjóðurinn KFW jók við krónubréfaútgáfu sína um 5 milljarða króna í gær, samkvæmt greiningadeild Glitnis. Sjóðurinn er því kominn í 59 milljarða króna útgáfu og með meira en fjórðung af allri útgáfu krónubréfa. Heildarútgáfa krónubréfa stendur í 234 milljörðum króna. Síðasta útgáfa slíkra bréfa var 10. maí síðastliðinn og var það 2 milljarða króna útgáfa KFW. Nokkuð hefur þrengt að möguleikum bankanna til fjármögnunar á móti skiptasamningum til grundvallar útgáfunni og orsakar það að einhverju leyti hve lítið hefur verið um útgáfu krónubréfa að undanförnu, samkvæmt greiningadeildinni. Krónubréfin eru hins vegar mun betri fjárfestingakostur nú en þegar útgáfan var sem mest, að mati greiningadeildarinnar, vegna þess hve krónan hefur lækkað mikið og skammtímavextir hækkað.