Þýski þróunarbankinn KfW hefur verðlagt skuldabréf í íslenskum krónum að virði níu milljarðar til eins árs, segir í tilkynningu frá umsjónaraðilanum TD Securities.

Krónan styrktis um 13,6% í dag og segja sérfræðingar að styrkinguna megi að hluta til rekja til útgáfu KfW.

Heildarúgáfa KfW nemur nú 60 milljörðum króna og samkvæmt heimildum greiningardeildar Kaupþings banka nemur heildarútgáfa krónubréfa nú 240 milljörðum, eða 24% af landsframleiðslu.

?Ef litið er til gjalddaga krónubréfanna má sjá að um 60 milljarðar króna falla á gjalddaga á þessu ári, frá ágúst til áramóta. Á næsta ári koma 140 milljarðar króna til gjalda og kemur því samtals 83% af heildarútgáfunni til gjalda á þessu ári og því næsta. Þau bréf sem eru á gjalddaga á þessu ári jafngilda vergri fjárfestingu í 250 þúsund tonna álveri," segir greiningardeildin.

Bréf KfW bera 8,25% vexti og eru þau seld á 97.305 punktum undir pari. Lánshæfismat KfW er það sama og þýska ríkisins, eða Aaa hjá Moody's Investors Service og AAA hjá Standard & Poor's.