Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi aðaleigandi og ráðamanns olíufélagsins Yukos, hitti fjölskyldu sína í Berlín í gær. Hann var um tíma einn af af auðugustu mönnum Rússlands og hafði setið í fangelsi í áratug en hann var dæmdur til níu ára fangelsisvistar árið 2005 vegna svika og undanskota frá skatti. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, náðaði Khodorkovskí á föstdaginn.

Khodorkovskí dvelur á hótel Adion, sem er fimm stjörnu hótel, í miðborg Berlínar. Hann hefur nú hitt foreldra sína og son á ný daginn eftir að hafa eytt fyrstu nóttinni sem frjáls maður í Berlín.

Elsti sonur hans ferðaðist frá Bandaríkjunum, þar sem hann býr, um leið og hann heyrði af náðun föður síns. Foreldrar hans, Marina og Boris, komu til Berlínar frá Rússlandi í gær.

Breska ríkisútvarpið segir frá málinu í dag á vefsíðu sinni.