Rússneski auðjöfurinn Mikhail B. Khodorkovsky, sem var látinn laus úr fangelsi fyrir helgi, ætlar ekki að taka þátt í stjórnmálum. Hann hafði setið í fangelsi í Rússlandi í hartnær áratug þegar hann var látinn laus. Hann fór rakleitt til Þýskalands og tjáði sig við fjölmiðla þar í gær.

Khodorkovsky sagðist hafa skrifað Pútin, forseta Rússlands, bréf og sagt honum að hann myndi ekki taka þátt í rússneskum stjórnmálum. Hann myndi ekki einu sinni geta stigið fæti á rússneska jörð.

Hann sagði aftur á móti að hann myndi styðja pólitíska fanga í baráttu þeirra fyrir réttælti og sagði að Rússland væri á villigötum.

New York Times greindi frá.