Kiflom Gebrehiwot Mesfin hefur verið ráðinn sem jarðefnafræðingur hjá HS Orku. Helstu verkefni hans eru á sviði sýnatöku og eftirliti með rannsóknum í tengslum við jarðhitaauðlindina.

Kiflom hefur víðtæka reynslu í rannsóknum á jarðhita bæði hér heima og í Eretríu. Hann er með mastersgráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands og BS gráðu í jarðfræði frá Háskólanum í Addis Ababa.

Kiflom er giftur Bisrat Dawit Melke og eiga þau þrjú börn.