38% fólks sem fæddist á árunum 1980 til 2000 skoðar snjallsíma sinn á 10 mínútna fresti. Þessi hópur fólks verður helmingur vinnuafls á vinnumarkaði eftir tvö ár og 75% árið 2025, samkvæmt upplýsingum tæknirisans IBM.

Fjallað verður um málið á morgunverðarfundi Nýherja og IBM á þriðjudag í næstu viku. Umræðuefnið er m.a. það hvernig fyrirtæki geta þróast og dafnað í takt við breytingar á hópi starfsmanna og viðskiptavina.

Í tilkynningu er haft eftir Emil Einarssyni, framkvæmdastjóra vörusviðs hjá Nýherja, að IBM hafi um árabil rýnt í þessa þróun og telji mikilvægt að aðlaga sig að þeim afgerandi breytingum sem munu verða á vinnumarkaði, vinnustöðum og viðskiptavinum og því hvernig þeir kaupa vöru og þjónustu.