Meiri vöxtur einka- og samneyslu og kröftugri viðsnúningur atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla, gerir það hins vegar að verkum að nú er gert ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en í apríl eða 2,8% í stað 2,3%. Batinn á vinnumarkaði virðist jafnframt vera meiri en áður var reiknað með.

Verðbólga hefur aukist undanfarið og mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans. Verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafa jafnframt versnað töluvert og er nú gert ráð fyrir að verðbólga haldi áfram að aukast og nái hámarki á fyrsta ársfjórðungi næsta árs þegar hún verði tæplega 7% að meðaltali í ársfjórðungnum.“

Þessi orð má lesa í samantekt uppfærðar þjóðhagsspár Seðlabankans sem birt var í liðinni viku í Peningamálum 3/2011 samhliða tilkynningu um vaxtahækkun. Yfirskrift spárinnar er „Meiri þróttur í innlendum þjóðarbúskap en verðbólguhorfur versna“ og má segja að yfirskriftin og tilvitnunin hér í upphafi taki anda spárinnar saman.

Hafa ber í huga að hér er á ferðinni spá til tveggja ára og „Vandi er um slíkt að spá,“ eins og einhvers staðar segir. Á það sérstaklega við um efnahagsmál enda mjög dýnamískur málaflokkur sem flöktir mikið. Í Peningamálum gefur Seðlabankinn okkur þó smá innlit í kristalskúlu sína og birtir helstu niðurstöður spárinnar. Meðfylgjandi tafla er unnin upp úr Viðauka 1 við Peningamál.

peningamál
peningamál

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.