Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, hefur verið endurkjörinn á þjóðþing landsins. Hver einasti atkvæðabær maður í Mount Paekdu, þar sem Jong-Un var í framboði, mætti á kjörstað. Allir greiddu þeir Jong-un atkvæði sitt.

Kosningarnar í Norður Kóreu eru þannig að flokkarnir tilnefna mann í framboð. Kjósendur geta svo látið vita hvort þeir vilji frambjóðendurna á þingið eða ekki, með því að merkja x við já eða nei. Enginn kjósandi þorir öðru en að merkja já við Jong-un.

Í raun eru kosningarnar einungis til þess fallnar að mæla stjórnarandstöðuna á meðal almennings.