*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Erlent 29. júní 2020 14:39

Selur 20% í KKW Beauty á 28 milljarða

Kim Kardashian West hefur selt 20% hlut í snyrtivörufyrirtæki sínu á 200 milljónir dollara til franska snyrtivörurisans Coty.

Ritstjórn
Kim Kardashian West.
epa

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur selt 20% hlut í snyrtivörufyrirtæki sínu, KKW Beauty, á 200 milljónir dollara, eða sem nemur tæplega 28 milljörðum króna, til franska snyrtivörurisans Coty. BBC greinir frá þessu.

Kim segir að með því að fá Coty inn í eigendahópinn geti snyrtivörur hennar náð enn meiri útbreiðslu á alþjóðavísu. Hún mun áfram hafa yfirumsjón með vöruþróun KKW Beauty.

Í janúar sl. fjárfesti Coty einnig í snyrtivörufyrirtæki systur Kim, Kylie Jenner.