Núverandi forstjóri Alþjóðabankans, hinn hálf kóreski - hálf bandaríski Jim Yong Kim, vill sitja fimm ár til viðbótar. Þetta kemur fram á vef fréttarstofu Reuters.

Fram kemur að stjórn bankans vilji hafa ferlið gegnsætt og sanngjarnt.

Kim er sérfræðingur í heilbrigðismálum á alþjóðavísu og er hann menntaður í Harvard háskóla, ásamt því að hafa verið forseti Dartmouth háskóla í Bandaríkjunum.

Kim segist í yfirlýsingu vilja halda áfarm með það góða starf sem hefur verið unnið innan bankans.

Hefur hann stuðning Bandaríkjamanna sem telst mikilvægt þar sem að þeir eru stærstu hluthafar bankans. Enginn mótframbjóðandi hefur komið fram hingað til.

Frá stofnun bankans árið 1945, hefur honum ávallt verið stjórnað af Bandaríkjamanni.