Hagnaður kínverska bjórframleiðandans Tsingtao jókst um 42% á fyrri helmingi þessa árs en í talsmenn félagsins þakka Ólympíuleikunum sem nú standa yfir í landinu fyrir aukinn hagnað.

Hagnaður Tsingtao - sem er í tæplega 30% eigu bandaríska bjórframleiðandans Anheuser Busch – var 55,4 milljónir Bandaríkjadala (um 4,6 milljarðar ísl.kr) á fyrri helmingi ársins.

Félagið lagði í mikla auglýsingaherferð fyrir Ólympíuleikana og en kínverskri fjölmiðlar hafa greint frá aukinn bjórsölu í landinu fyrir leikana.

Tsingtao er næst stærsti bjórframleiðandi í Kína, á eftir China Resources Snow Breweries.