Kína hefur tilkynnt að það muni bjóða 20 milljarða dollara í lánalínur til Afríkulanda. Ekki er talið líklegt að þetta skref muni falla í kramið á leiðtogum Vesturlandanna.

Hu Jintao, forseti Kína, lofaði lánalínunni í opnunarræðu sinni á ráðstefnu um samvinnu Kína og Afríku í Peking í gær. Fjárhæðin sem kínverjar lofa er um tvöfalt meiri en lánalínan frá 2009 til 2012 hljóðaði upp á.

Forsetinn sagði að lánin myndu gagnast til að byggja upp innvið landsins, landbúnað, framleiðslu og vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja.