Kínversk stjórnvöld hafa kynnt áætlanir um að sameina níu borgir í eina í Zhujiang héraði í landinu. Business Insider greinir frá þessu.

Peking, ein borganna níu, mun verða staðsett í miðjunni og mun borgin nýja bera nafnið Jing-Jin-Ji. Borgin mun þekja 212 þúsund ferkílómetra og verður því stærri en Japan. Þá munu 130 milljónir einstaklinga búa í borginni eða um þremur milljónum fleiri en í Japan.

Til þess að setja stærð borgarinnar í samhengi fyrir Íslendinga má benda á þá staðreynd á að Ísland er 103 þúsund ferkílómetrar að stærð. Þessi borg verður því meira en tvöfalt stærri en Ísland.

Nánar á vef Business Insider.