Miklar hækkanir síðustu daga hafa gert Kína að bolamarkaði á ný, en Bolamarkaður er skilgreindur sem 20% hækkun frá nýlegu lágu gengi.

Hlutabéfavísitalan í Sjanghæ hækkaði um 4% á þriðjudag, og um 1,8% í gær, en hún hefur núna hækkað um 20,3% frá 26. ágúst. Hlutabréf í kína töpuðu 43% af verðmæti sínu á tímabilinu júní til ágúst en eftir nýjustu hækkanir hafa markaðir jafnað sig að hluta.

The Wall Street Journal greinir frá.