Kínversk yfirvöld telja að Kína sé orðið mesta viðskiptaland í heiminum. Bandaríkin hafa trónað á toppnum yfir mestu viðskiptaríkin í marga áratugi.

Samkvæmt nýjum tölum jukust viðskipti í Kína um 7,6% á síðasta ári og námu 4,16 trilljónum dala á því ári. Tölur yfir heildarviðskipti Bandaríkjanna á síðasta ári hafa ekki verið birtar. En á fyrstu ellefu mánuðunum námu viðskiptin 3,5 trilljónum dala.

Kína varð mest vöruútflytjandinn árið 2009. Innflutningur hefur lika verið að aukast jafnt og þétt eftir því sem hagkerfið hefur stækkað.

Ítarlegri frétt má lesa á vef BBC.