Samkvæmt nýjum hagtölum, sem birtar voru á föstudag, er kínverska hagkerfið nú formlega orðið næst stærsta hagkerfi heims á eftir því bandaríska. Kína fór fram úr Japan í fyrra, en fyrri bráðabirgðatölur höfðu raunar sagt fyrir um að Kína væri nú þegar farið fram úr Japan.

Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem vitnað er til á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag, var landsframleiðslan í Japan 5,39 trilljónir dollara í fyrra en í Kína var hún 5,75 trilljónir dollara.

Haft er sérfræðingnum Tom Miller, hjá GK Dragonomics, sem er með höfuðstöðvar í Kína, að raunhæft sé að ætla að kínverska hagkerfið verði komið fram úr því bandaríska innan tíu ára, sem stærsta hagkerfi heims.