Kína og önnur nýmarkaðsríki eru sögð hafa samþykkt að koma skuldsettum evruríkjum til hjálpar. Þetta kemur fram í frétt China Daily. Í frétt á vef e24 í Noregi segir að ætlunin sé að veita þessari fjárhagsstoð í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem aftur muni tákna að Kína og nýmarkaðslöndin muni fá meiri áhrif innan sjóðsins en verið hefur.

Ekki ligja fyrir upplýsingar um hversu háar fjárhæðir Kína mun leggja fram en leiðtogar evrulandanna hafa áður nefnt þann möguleika að fé yrði sótt til bæði Kína og Brasilíu og einnig til norska olíusjóðsins.

Klaus Regling framkvæmdastjóri neyðarsjóðs ESB.
Klaus Regling framkvæmdastjóri neyðarsjóðs ESB.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Rætt er um að Kína leggi evrulöndunum til fé. Klaus Regling yfirmaður björgunarsjóðs ESB hittir ráðamenn í Kína á föstudag.