Kína hefur lagt fram kvörtun til alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna notkunar Bandaríkjanna og Evrópu á reglum sem eiga að koma í veg fyrir undirboð gegn sér.

Lönd sem selja útflutningsvörur undir kostnaðarverði, í þeim tilgangi að ná markaðshlutdeild, verða að greiða sektir fyrir vikið samkvæmt reglunum.

Engar breytingar hjá Bandaríkjamönnum

Nú segja stjórnvöld í Kína að lækka ætti þessar sektir því að Kína hefur nú verið meðlimur stofnunarinnar í fimmtán ár. Hins vegar hafa Bandaríkin gefið það út að engar breytingar verði af þeirra hálfu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að umkvörtun Kínverskra stjórnvalda væri sorgleg vegna þess að hún væri að bíða samþykkis aðildarþjóðanna á tollabreytingum gagnvart Kína.

Stjórnvöld í bæði Washington og Brussel vilja halda í reglurnar til að koma í veg fyrir flæði ódýrra kínverskra vara inn á þeirra markaði.

Segja að líta eigi á þá sem markaðshagkerfi

Kínverjar gengu til liðs við alþjóðaviðskiptastofnunina í desember 2001 og segja þeir að reglur þess segi að nú ætti að líta á landið sem markaðshagkerfi. Það geri það að verkum að nú ættu aðildarríki að breyta útreikningum á undirboðssektum á kínverskar vörur.

„Því miður hafa hvorki Bandaríkin né Evrópusambandið uppfyllt þessa skyldu sína,“ segir verslunarráðuneyti Kína. „Kína áskilur sér réttar undir reglum Alþjóðaviðskiptastofunarinnar að verja lagalegan rétt sinn.“

Segja hagkerfið enn ríkisstýrt með mikla umframframleiðslugetu

Bandaríska verslunarráðuneytið segir að aðild Kína að stofnuninni þýði ekki að aðildarþjóðir verði sjálfkrafa að líta á landið sem markaðshagkerfi.

„Bandaríkin eru áfram áhyggjufull vegna alvarlegs ójafnvægis í ríkisstýrðu hagkerfi Kína, meðal annars umfangsmikil umframframleiðslugeta, þar á meðal í stál og áliðnaðinum, auk mikilvirks ríkiseignarhlutar í mörgum greinum,“ segir í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneytinu.

„Kína hefur ekki farið út í þær umbætur sem eru nauðsynlegar til að landið starfi á markaðsforsendum.“