Kínversk stjórnvöld virðast hafa lokað aðgangi að fréttasíðu BBC víðs vegar um landið, samkvæmt frétt BBC News .

Peter Horrocks, fréttastjóri BBC, segir að þarna sé greinileg ritskoðun á ferðinni af hálfu kínverskra stjórnvalda og bætir við að fréttastofan ætli að koma kvörtun áleiðis til yfirvalda vegna málsins.

Aðgangi að öðrum stórum fréttaveitum hefur ekki verið lokað og hafa engar skýringar fengist á því hvers vegna vefsvæði BBC er eitt óaðgengilegt.

„BBC útvegar hlutlægar fréttir sem fólk treystir til milljóna manna um heim allan, og tilraunir til þess að ritskoða fréttaveitu okkar sýna aðeins hversu mikilvægt það er að koma okkar nákvæmu upplýsingum til þeirra,“ segir Horrocks.