Stjórnvöld í Kína og Ástralíu hafa undirritað viljayfirlýsingu um fríverslunarsamning eftir að hafa átt í viðræðum í meira en áratug. BBC News greinir frá þessu.

Samkvæmt samningnum munu 93% af öllum vörum sem fluttar eru út frá Ástralíu til Kína að verða tollfrjálsar innan fjögurra ára. Stefnt er að undirritun og fullgindingu samningsins á næsta ári.