Kínverjar og Evrópusambandið hafa ákveðið að hefja viðræður um tvíhliða samning um fjárfestingar. Með þessu vilja aðilar auka fjárfestingar hvor á sínum markaði til að örva hagkerfið.

Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, Herman Van Rompuy, forseti Evrópuþingsins, og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, undirrituðu samkomulagið í Peking í dag.

Það er markmið aðila að auka viðskipti sín á milli úr 580 milljörðum dala, eins og þau voru í fyrra, í eina trilljón dala árið 2020.

Financial Times greindi frá.