Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið út tölur sem sýna að kínverska hagkerfið hefur nú tekið fram úr því bandaríska sem stærsta hagkerfi heims. Málið er samt ekki svo einfalt því tölurnar miða við landsframleiðslu að teknu tillti til kaupmátts launa.

Samkvæmt þeim útreikningum er hlutdeild Kínverja í heildarkaupmætti alls heimsins 16,48%, eða 17,6 trilljónir dollara (17.600 milljarðar króna). Með sömu útreikningum er hlutfall Bandaríkjamanna 16,28% eða 17,4 trilljónir dollara  (17.400 milljarðar króna).

Ástæðan fyrir því að þessir útreikningar eru notaður er að ef litið er á laun sem fasta tölu þá segir það ekkert um kaupmáttinn og þar með heildarkaupmátt þjóðar. Í Kína eru launin miklu lægri en í Bandaríkjunum en vörur, þjónusta, húsnæði og fleira er líka miklu ódýrara.

Ef ekki er tekið tillit til kaupmátts launa og landsframleiðslan metin hrá, þá er landsframleiðsla Bandaríkjanna 17,4 trilljónir dollara (17.400 milljarðar króna) samanborið við 10,4 trilljónir dollara (10.400 milljarða) í Kína.