Kína er orðið sannkallað risaveldi í bílaiðnaði og var lang stærsta einstaka  bílaframleiðsluland í heimi á árinu 2009. Voru framleiddar 13.790.994 bifreiðar í Kína á meðan Japan, sem var í öðru sæti, framleiddi „aðeins” 7.934.516 bíla samkvæmt tölum OICA. Öll bílaframleiðsla Evrópusambandsríkja samanlagt nam hins vegar 15.244.416 ökutækjum.

Frá árinu 2000 hafa Kínverjar tekið risastökk í bílaframleiðslu en það ár framleiddu þeir  ríflega 2 milljónir bíla. Þá voru Bandaríkin í fyrsta sæti með tæplega 12,8 milljónir bíla. Á síðasta ári voru Bandaríkin komi niður í þriðja sæti yfir mestu bílaframleiðsluríki heims með 5.711.823 bíla. Það er nánasta sama tala og Kínverjar voru komnir í árið 2005 þegar Bandaríkin héldu enn forystunni í bílaframleiðslunni með rétt tæplega 12 milljónir bíla.

Í fyrra fylgdi Þýskaland fylgdi fast á hæla Bandaríkjanna  með 5.209.853 bíla og Suður-Kórea kom þar á eftir með 3.512.916 bíla. Síðan komu Brasilía, Indland, Spánn, Frakkland, Mexíkó, Kanada, Íran, Bretland, Tékkland og Thailand var í 15 sæti með rúmlega 968 þúsund bíla. Svíþjóð var í 31 sæti með rúmlega 156 þúsund bíla og Finnland var í 46. sæti af 52 löndum á listanum með tæplega 11 þúsund bíla.