*

mánudagur, 25. janúar 2021
Erlent 16. júlí 2020 10:28

Hagkerfi Kína vex á ný

Kínverska hagkerfið dróst saman um 1,6% á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra.

Ritstjórn
epa

Kínverska hagkerfið er fyrsta stórþjóðin til að skila hagvexti í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar. Verg landsframleiðsla Kína óx um 3,2% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabili á síðasta ári. 

Ef borið er saman fyrsta og annan ársfjórðung á árinu var vöxturinn 11,5%, samkvæmt tölum frá Tölfræðistofnun Kína (National Bureau of Statistics of China). Hagkerfið dróst saman um 1,6% á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við fyrri helming ársins 2019.

Hagvöxtur Kína á öðrum ársfjórðungi var um 0,6% hærra en miðgildi spáa hagfræðinga sem var um 2,6%. Hagvaxtarspár þeirra voru óvenju dreifðar en þær náðu alveg frá 3,1% samdrætti til 3,5% hagvaxtar. 

„Hagkerfi þjóðarinnar yfirbugaði neikvæðu áhrif faraldursins smám saman á fyrri helming ársins og sýndi fram á meðbyr af styrkjandi vexti og stigmagnandi bata,“ segir í tilkynningu Tölfræðistofnunarinnar, samkvæmt frétt WSJ.

Stikkorð: Kína Kína