Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag eftir að hafa náð tveggja ára lágmarki við lokun markaða i gær.

Það voru helst markaðir í Kína og Hong Kong sem leiddu hækkanir dagsins eftir að kínversk yfirvöld gáfu í skyn að þau muni á næstunni kynna aðgerðir til að taka á hraðvaxandi efnahagskerfi landsins eins og það er orðað hjá Bloomberg fréttaveitunni.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 0,4% en hefur engu að síður lækkað um 22% það sem af er ári.

Í Kína rauk CSI 300 vísitalan upp og hækkaði um 7,9%. Þá hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 2,2%, í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 0,9% og í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 1,3%.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan hins vegar um 0,1%.