Ríkisstjórn Kína tilkynnti í dag áætlanir sínar til þess að örva hagkerfi landsins en hagvöxtur í landinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs var minni en gert var ráð fyrir.

Um einum billjarði kínverskra júana eða um 157 milljörðum dollara verður varið í ýmsa uppbyggingu í landinu. Upphæðin er um 2% af landsframleiðslu landsins. Hraðbrautir verða byggðar og almenningssamgöngur endurbættar.

Vonast er til að árangur aðgerðanna skili sér í hagvöxt síðasta ársfjórðungs þessa árs.

Hlutabréfamarkaðir í Asíu tóku vel í þessa tilkynningu og hækkaði helsta kínverska hlutabréfavísitalan um 3,7%. Þessi hækkun bætist ofan á þá hækkun sem fylgdi í kjölfar tilkynningar Evrópska seðlabankans um áætlanir sínar um að bjarga evrunni.