Kína skuldsetti sig um 530 milljarða Bandaríkjadala í janúarmánuði einum. Það eru um það bil 67,6 þúsund milljarðar íslenskra króna.

Síðan í október síðasta árs hefur ríkisvald Kína aukið við skuldsetningu sína um sem nemur þúsund milljörðum bandaríkjadala, eða 130 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Hlutfall skuldsetningar af vergri landsframleiðslu er rétt í kringum 346% - gífurlega hátt. Að mati sumra greiningaraðila er þessi skuldsetning lykillinn að hinum mikla hagvexti sem Kína hefur búið við í dágóða stund.

Til þess að viðhalda hagvextinum, þótt hann fari lækkandi, þurfi ríkisvaldið að skuldsetja sig enn meira í þeim tilgangi að halda hagkerfinu gangandi.