Verslunarmiðstöðin, New South China Mall, sem opnaði í borginni Dongguan árið 2005 stendur tóm. Búðareigendur tíma ekki að borga leigu og viðskiptavinir láta ekki sjá sig. CNN segir frá þessu á vefsíðu sinni .

Verslunarmiðstöðin er 46.452 fermetrar og pláss er fyrir 2350 búðir í húsinu. Hún er því sú stærsta í heimi, meira en tvisvar sinnum stærri en Mall of America sem er stærsta verslunarmiðstöð í Bandaríkjunum.

Í verslunarmiðstöðinni er meðal annars að finna tívolí og torg undir berum himni með hundruðum pálmatrjáa, síkjum, gondólum og risavöxnum egypskum styttum.

En það sem vantar er fólkið. Þrátt fyrir allt umfangið og hönnunina eru bara nokkrar búðir í verslunarmiðstöðinni opnar. Samkvæmt greiningu frá Emporis, er um að kenna háu leiguverði og neyslu sem er undir væntingum. Á göngu um húsið má sjá ryk í öllum hornum, flagnaða málningu og fölnuð auglýsingaskilti.

Þegar húsið opnaði árið 2005 var búist við 100 þúsund heimsóknum á dag. En nú, átta árum síðar, koma örfáir í heimsókn yfir daginn og flestir heimsækja bíóhúsið eða bandarísku skyndibitastaðina sem eru í hnapp við innganginn.

Ástæðan fyrir þessu klúðri kann að vera staðsetningin. Dongguan er iðnaðarborg og íbúarnir, í kringum 10 milljónir, eru flestir tekjulágir. Að auki eiga íbúarnir í borginni lítinn frítíma til að verja í búðum og tívolíum.

Reynt var að blása lífi í verslunarmiðstöðina árið 2007 með því að breyta um nafn frá South China Mall í New South China Mall, Living City en það dugði ekki til, enginn kom.

New South China Mall
New South China Mall

New South China Mall
New South China Mall

New South China Mall
New South China Mall

New South China Mall
New South China Mall

New South China Mall
New South China Mall