Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur Kínverja til að auka neyslu og draga úr fjárfestingum í fasteignum. Sjóðurinn hefur áhyggjur af því að hagkerfi Kína sé of háð fjárfestingum. Þetta kemur fram á vef Bloomberg.

Dregið hefur úr hagvexti í Kína sex ársfjórðunga í röð en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir Kínverja vel geta tekið á sínum málum með réttum aðgerðum, þá ætti lending hagkerfisins að vera mjúk.