Kínabanki íhugar nú kaup á hlutum í bandarískum bönkum. Skiptar skoðanir ríkja þó meðal kínverskra bankamanna um það hvort fall fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum skapi tækifæri eða auki einfaldlega áhættu fjárfesta.

Forsvarsmenn Kínabanka, hafa ekki gefið skýr svör varðandi hugsanlegar fjárfestingar í Bandaríkjunum. Hins vegar segja þeir bankann sífellt í leit að nýjum tækifærum og því gæti vel farið að hann fjárfesti í fallandi bandarískum bönkum.

Reuters fréttaveitan greinir frá þessu í dag.

Kínabanki er stærsti gjaldeyrislánveitandi í Kína. Aðrir stórir kínverskir bankar s.s. Kínverski Iðnaðarbankinn (CCB) og Kínverski Verslunarbankinn (CBC) hafa sagt að þeir muni fara varlega í fjárfestingar á erlendum mörkuðum.