Stjórnvöld í Kína leggja nú allt kapp á að tryggja gæði matvæla sem verða á boðstólum í tengslum við Ólympíuleikanna í Peking 2008.

Fram til þessa hefur matur í Kína þótt aftarlega á merinni með tilliti til hás hlutfalls aukaefna sem mælst hafa í honum. Algeng er að skordýraeitur, rotvarnarefni og önnur óæskileg efni séu langt yfir viðmiðunarmörkum og maturinn því hreinlega skaðlegur þeim sem neytir hans.

Hafin er herferð í Kína til að bæta ástandið og til stendur að stórauka eftirlit með matvælaframleiðslu í landinu og innfluttum matvælum.