Jeff Bezoz, forstjóri Amazon, kynnti nýja spjaldtölvu fyrirtækisins á stórri kynningu í dag. Tölvan heitir Kindle Fire og er svipuð útlits og Kindle lestölva Amazon. Kindle Fire er talin vera samkeppnishæf iPad spjaldtölvu Apple, sem nú er langvinsælust á ört stækkandi markaði spaldtölva.

Fire er ekki með myndavél né hljóðnema, en hún er mun ódýrari en iPad. Þannig kostar ódýrasta gerðin af iPad 499 dollara. Kindle Fire kostar 199 dollara. Tölvan keyrir á Android stýrikerfi Google.

Samhliða kynningu á Kindle Fire var uppfærð útgáfa af lestölvunni Kinde kynnt. Sú heitir Kindle Touch og verður hægt að fá útgáfu með og án 3G neti.

Fréttunum um nýju spjaldtöluna var vel tekið á Wall Street. Hlutabréf Amazon hafa hækkað um 4,5% það sem af er degi. Verð hlutabréfa Apple hafa lítið hækkað, eða um 0,36%

Kindle Fire
Kindle Fire
Kindle Fire