Wall Street Journal gefur Kindle Fire fína einkunn í dómi sínum á spjaldtölvunni. Þeir segja Kindle áhugaverðan kost fyrir þá sem hefðu annars fengið sér iPad. Þar kemur einnig fram að Kindle sé lakari að gæðum en iPad en hinn mikli verðmunur vegi það upp. Kindle fæst á 199 Bandaríkjadali en iPad frá 499 Bandaríkjadölum.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Amazon.com stefnir fyrirtækið að því að láta framleiða milljónum fleiri Kindle spjaldtölvur en áætlanir gerðu áður ráð fyrir. Samkvæmt CNNMoney verða um fimm milljónir Kindle Fire seldur á árinu þrátt fyrir að aðeins sex vikur séu eftir af árinu þegar Kindle kom á markað.

Hér má lesa dóm Wall Street Journal.

Kindle Fire
Kindle Fire
© Aðsend mynd (AÐSEND)