Verðlag hækkar hraðar en búist var við í Bretlandi og var verðbólga 4,5% í apríl. Svo mikil hefur hún ekki verið síðan í október 2008. Í kjölfarið mun Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, þurfa að gera grein fyrir því opinberlega hvers vegna bankinn hefur ekki brugðist við með hækkun stýrivaxta.

Sérfræðingar sem Bloomberg hafði rætt við höfðu spáð 4,1% verðbólgu en auk þess er kjarnaverðbólga hærri en nokkru sinni fyrr. Verðbólgumarkmið Englandsbanka er 2%.

Öðru fremur eru það hækkandi hrávöru- og orkuverð sem veldur þessari miklu verðbólgu.