Stjórn ástralska kopar og gullframleiðandans OZ Minerals hefur mælt með að tekið verði tilboði um kaup Minmetals, stærsta fyrirtækis Kínverja í málmiðnaði, á félaginu. Tilboð Minmetals hljóðar upp á 2,6 milljarða dollara.

Kemur þetta í kjölfar tilboðs annars kínversks fyrirtækis, álrisans Chinalco á um 20 milljarða dollara hlut í álrisanum Rio Tinto.

OZ Mineralss hefur átt í miklum erfiðleikum að undanförnu og þarf að endurfjármagna skuldir fyrir 1 milljarð dollara fyrir 27. febrúar.

Fyrirtækið varð til við samruna Oxiana og Zinifex á síðasta ári og hefur orðið fyrir verulegu verðfalli hlutabréfa á liðnum mánuðum og mikilli eignaniðurfærslu.