Hlutabréf í Asíu hækkuðu á markaði í dag í kjölfar yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar um aðgerðir til að lágmarka aukinn skaða að völdu undirmálslánanna á húsnæðismarkaði þar í landi.

Toyota sem fær um þriðjung tekna sinni með sölu í Bandaríkjunum leiddi hækkun meðal útflytjenda. Kínverska olíufélagið PetroChina  og Mitsui hækkuðu einnig samhliða hækkun á verði kopars og olíu.

Sinosteel annar stærsti höndlari með járngrýti í Kína hefur gert tilboð í námufélagið Midwest. Tilboðið hljóðar upp á 1,1 milljarð Bandaríkjadali.

Nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði um 0,6% í dag og CSI 300 í Kína um 1,45%. Hang Seng í Hong Kong lækkaði aftur á móti um 2,45 í dag.