Kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að mörgum hörðustu aðgerðum vegna Covid-19 verði hætt. Meðal þess sem dregið verður úr er skylda til að fara í sóttkví og próf og eins minnka heimildir staðbundinna stjórnvalda til að loka heilu hverfunum í borgum landsins. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Li Bin aðstoðarforstjóri Kínversku heilbrigðisnefndarinnar tilkynnti þetta á fundi í dag. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að embættismönnum um landið hefur verið mislagðar hendur við að framfylgja nýjum og vægari reglum um sóttvarnir.

Þótt margir hafi vonast til að sjá breytta stefnu kemur hún mun hraðar en flestir þorðu að vona.

Nýju reglurnar heimila þeim sem er með lítil eða engin einkenni að einangra sig heima í stað þess að fara í sérstakt húsnæði að vegum ríkisins. Sama gildir um þá sem þeir hafa átt náið samneyti við.

Embættismenn mega ekki lengur loka heilu borgarhlutunum ef smit í einstaka íbúðum eða húsum. Hins vegar munu þeir áfram hafa heimild til að setja þá í útgöngubann ef sýking er útbreidd í einstaka byggingum.

Dregið verður mjög úr sýnatöku þó áfram verður nauðsynlegt að sýna neikvætt próf til að komast inn á elliheimili og skóla.