Hinn opinberi kínverski fjárfestingasjóður CIC hefur keypti 10% hlut í félaginu sem á Heathrow flugvöllinn í London. Félagið heitir Heathrow Airport Holdings´og einnig hlut í öðrum breskum flugvöllum, svo sem Stansted, Southampton, Glasgow og Aberdeen. Fyrir hlutinn í Heathrow greiðir sjóðurinn 450 milljónir breskra punda. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið BBC.

Sjóðurinn var stofnaður árið 2007 til fjárfestinga í gjaldeyrissjóðum Kínverja.

Þetta er næst stærsta fjárfesting CIC í Bretlandi hingað til en í janúar fjárfesti félagið í 8,68% hlut í eignarhaldsfélagi breska fyrirtækisins Thames Water.