Kínverjar eyddu 50 milljörðum Bandaríkjadala í lúxusvörur í Evrópu í fyrra en Kínverjar velja að kaupa lúxusvöru utan Kína samkvæmt skýrslu World Luxury Association. Kínverjar eyða fjórfalt meira í lúxusvörur í Evrópu en í Kína.

Framleiðendur lúxusvara hafa undanfarið notið góðs af miklum auknum áhuga Kínverja á vestrænum lúxusvörum og auknum kaupmætti hluta Kínverja. Flestir lúxusvöruframleiðendur hafa aukið sölu sína undanfarin ár sem má nánast allt rekja til vaxtar á mörkuðum í Asíu.

Bandarísku ferðamannasamtökin segja að Kínverjar eyði að meðaltali rúmlega sex þúsund Bandaríkjadölum í hverri heimasókn til Bandaríkjanna sem er meira en tvöfalt það sem Bretar eyða.