Gífurlega líklegt er að Kínverjar fagni þeirri ákvörðun Donalds Trump að rifta TPP fríverslunarsamningnum. Trump sagði í ávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar að það skyldi vera eitt af fyrstu verkefnum sínum í embætti. Þetta kemur fram í ítarlegri greiningu BBC á málinu.

TPP eða Trans-Pacific Partnership hefði orðið til þess að Bandaríkin hefðu komist í sterkri stöðu í Asíu, en Kínverjar voru ekki með í fríverslunarsamningnum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, minnti sérstaklega á að það hafi ekki verið fyrir slysni að undanskilja Kínverja frá fríverslunarsamningnum. Hins vegar voru stór asísk lönd á borð við Japan og Malasía hluti af þeim sem hefðu grætt á samningnum.

TPP samningurinn átti að vera þungamiðja áherslu Obama-stjórnarinnar á því að byggja upp góð samskipti með asískum ríkjum, það sem hefur verið nefnt „snúningur“ (e. pivot) Bandaríkjamanna til Asíu.

Aðrar áherslur hjá Trump

Kínverjar álitu stefnubreytingu Bandaríkjanna sem leið til þess að grafa undan völdum Kínverja í álfunni, sem fara sívaxandi, því eru Kínverjar líklega ánægðir að geta setið að kjötkötlunum í Asíu. Áherslur Trump hafa hins vegar verið allt aðrar en Obama-stjórnarinnar.

En margir af stuðningsmönnum Trump vilja skera herör gegn alþjóðavæðingu og fríverslunarsamningnum. Trump vill sýna það í verki að hann sé maður orða sinna og hefur því lofað að eitt af hans fyrstu embættisverkum verður því að draga til baka þátttöku Bandaríkjamanna að TPP samningnum.