Seðlabanki Kína hefur hækkað þá upphæð sem bönkum í landinu ber að leggja til hliðar af innlögnum. Frá og með 25. desember verða bankarnir að leggja 14,5% til hliðar af innlögnum sem varasjóð í stað 13,5% eins og nú er. Aðgerðin er hugsuð til að draga úr útlánum og liður í að og kæla hagkerfið í landinu sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin misseri.

Talið er að aðgerðirnar muni „frysta inn“, í kringum 380 milljarða yuan sem er jafngilda 51 milljörðum Bandaríkjadala, samkvæmt því sem segir á fréttavef Bloomberg.