*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 4. apríl 2018 09:32

Kínverjar hækka tolla á ný

Daginn eftir að Bandaríkjaforseti birti lista yfir vörur frá Kína sem tollar verði settir á hækka Kínverjar tolla á 106 bandarískar vörur.

Ritstjórn

Kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt um nýja 25% tolla á 106 bandarískar vörur, þar á meðal soja, bíla og ýmsar efnavörur. Viðskiptaráðherra Kína segir að nýju tollarnir beinist að bandarískum vörum fyrir andvirði 50 milljarða Bandaríkjadala á ári, samkvæmt CNBC.

Ákvörðunin kemur minna en sólarhring eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti birti 44 blaðsíðna lista af kínverskum vörum sem stjórn hans hefur ákveðið að leggja refsitolla á vegna hugverkaþjófnaðar Kínverja. Áður hafði hann boðað að tollarnir yrðu á vörur að andvirði 50 til 60 milljarða dala. Þar á meðal eru vörur sem notaðar eru í tæknibúnað ýmis konar, flugvélaiðnað og fjarskiptabúnað.

Sagði viðskiptaráðherrann að senn yrði tilkynnt um hvenær tollarnir tækju gildi en talið er að harðnandi viðskiptadeilur stjórnvalda beggja vegna Kyrrahafsins auki áhyggjur fjárfesta í heiminum. 

Þetta er annað sinn í mánuðinum sem Kínverjar tilkynna um hækkun tolla á bandarískar vörur en fyrir tveimur dögum sagði Viðskiptablaðið frá því að stjórnvöld þar í landi hefðu hækkað tolla á 128 innflutningsvörum frá Bandaríkjunum. Í það skipti lögðust tollarnir á viðskipti að andvirði 3 milljarða dala.

Frekari fréttir um tolladeilurnar:

Skoðanapistlar um tolladeilurnar:

Stikkorð: Bandaríkin Kína Donald Trump tollar Bandaríkin Kína viðskipti deilur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is