*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Erlent 22. mars 2011 12:52

Kínverjar hafna ásökunum Google

Kínversk stjórnvöld segja að ásakanir Google um að þau komi í veg fyrir að hægt sé að nota Gmail í Kína alrangar.

Ritstjórn
Google

Kínversk stjórnvöld hafna því að þau geri kínverskum notendum erfitt að nota Gmail, tölvupóstsþjónustu Google. Þau segja ásakanirnar óásættanlegar.

Google sagði í gær að svo virtist sem ástæða bilunar á Gmail í Kína væri vegna afskipta stjórnvalda. Félagið sagði að vandamálið væri látið líta út líkt og Gmail væri bilað.

Segja má að samskipti stjórnvalda í Kína og Google hafa verið slæm og stórfyrirtækið og heimsveldið tekist á vegna netþjónustu Google. Áður hefur Google t.a.m. sakað stjórnvöld um skipulagðar tölvuárásir á leitarvél sína. Þá neitaði Google því í ársbyrjun 2010 að halda áfram að ritskoða leitarniðurstöður á kínversku leitarvélinni. Áður var fyrirvari á leitarvél Google í Kína sem sagði að leitarniðurstöður væru ef til vill ekki tæmandi vegna löggjafar í Kína.

Stikkorð: Kína Google