Kínverjar hafa hækkað bensínverð í smásölu um 18%. Bensínverð er í Kína ákveðið með reglugerðum stjórnvalda, og er hækkunin núna sú fyrsta í 8 mánuði. Olíuverð lækkaði vegna aðgerða Kínverja þar sem búist er við að eftirspurn minnki í kjölfarið.

Flestir greiningaraðilar höfðu búist við að yfirvöld í Kína myndu bíða með þessar óvinsælu verðhækkanir þar til eftir Ólympíuleikana í Peking, samkvæmt frétt Reuters, til að hafa hemil á verðbólgu.

Flugvélabensín var einnig hækkað í verði, sem og rafmagnsverð í Peking.