Kínverskir embættismenn í heilbrigðismálum hvöttu í nú staðbundin stjórnvöld um öll Kína til að komast hjá löngum og ónauðsynlegum lokunum í landinu. Wall Street Journal fjallar um málið.

Þetta kom fram á fréttamannafundi í dag sem haldinn er í kjölfar mótmæta víða í Kína gegn sóttvarnaraðgerðum.

Rökin fyrir vægari aðgerðum er að sögn embættismannanna að Omicron afbrigði veirunnar er algengast en það veldur minni veikindum og færri dauðsföllum.

Er þetta mikill viðsnúningur því sömu embættismenn lögðu mikla áherslu á það í síðustu viku að verjast Omicron.

Óvíst er hvort þessi sjónarmið embættismannanna muni hafi áhrif á stjórnvöld um allt Kína sem eru bundin af ákvörðun stjórnvalda í Peking um að verjast Covid með öllum ráðum og tryggja líf fólks.