Kínversk stjórnvöld skrifuðu í morgun undir kaupsamning á 50 Airbus flugvélum. Nemur andvirði samningsins 3,5 milljörðum dala, 435 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vef BBC.

Tveggja daga opinber heimssókn Angelu Merkel kanslara Þýskalands hófst í morgun. Er samningurinn hluti af stórum viðskiptasamningi sem Merkel undirritaði.

Er þetta í annað sinn í ár sem Merkel heimsækir Kína. Markmið ferðarinnar er að bæta samskipti evrópskra ráðamanna og Kína og tryggja áframhaldandi viðskipti milli Kína og Evrópu.